top of page

Reynsla  Þekking  Traust

Arrow Down

Verkin okkar

Bjarkavellir_leikskóli_2.jpg

Grunn- og leikskólar

Siggi og Jón hafa tekið að sér framkvæmdir á fjölda grunn- og leikskóla, staðsettum að mestu leiti í Kópavogi og Hafnarfirði.

Sambýli.jpeg

Íbúðarhúsnæði

Fyrirtækið hefur annast byggingar á ýmsu íbúðarhúsnæði.

Þar má nefna einbýlishús, raðhúsalengjur og sambýlishúsnæði.

Safnaðarheimili_1.png

Önnur verk

Á meðal annarra verka sem Siggi og Jón hafa sinnt eru safnaðarheimili, aðveitustöð, íþróttamannvirki og fleira.

SERVICES

Um fyrirtækið

Fyrirtækið Siggi og Jón ehf var stofnað árið 2012 af húsasmíðameisturunum Sigurði Þórðarsyni og Jóni Inga Gunnarssyni.

 

Eigendurnir búa yfir áratuga reynslu úr byggingariðnaðnum þar sem fyrirtækið varð til við samruna S.Þ. Verktakar ehf og Lindar ehf.

 

Sigurður Þórðarson er menntaður húsasmíðameistari og byggingarstjóri. Hann stofnaði S.Þ. Verktaka ehf árið 1993 og rak fyrirtækið í tæplega 30 ár á sömu kennitölu.

Fyrirtækið hefur mestmegnis verið aðalverktaki að stærri byggingum fyrir bæjarfélög og sveitarfélög.

 

Jón Ingi Gunnarson er menntaður húsasmíðameistari og fasteignamatsfræðingur. Jón hefur starfað í byggingariðnaði í um 40 ár en unnið sjálfstætt við fagið síðustu 30 ár og öðlast mikla reynslu í flestu er við kemur fasteignum.

Jón stofnaði Lindar ehf árið 2006 og vann jafnt að nýbyggingum, viðhaldsverkefnum og matsstörfum byggingariðnaðar.

ABOUT
bottom of page